Um Verzlanahöllina

Mæðgurnar þrjár

Í Verzlanahöllinni eru seldar notaðar vörur, helst fullorðinsfatnaður, en einnig fatnaður á eldri börn og unglinga sem og vörur fyrir heimilið.

Mæðgurnar þrjár eiga og reka Verzlanahöllina í hjarta miðbæjarins. Við höfum mikinn áhuga á að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega nr.12 sem fjallar um ábyrga neyslu og framleiðslu. Verzlanahöllin er okkar innlegg í að stuðla að meiri nýtingu.

Slagorð okkar er “notað nýtt”, það sem er notað fyrir einum er nýtt fyrir öðrum og það sem nýtist þér ekki gæti nýst nýjum aðila.

Í Verzlanahöllinni finnur þú allt fyrir alla, verslar á umhverfisvænan máta og í þokkabót á frábæru verði.