Smelltu á flokkana hér að neðan til þess að lesa nánar um skilmála og upplýsingar okkar.
Your Title Goes Here
Your content goes here. Edit or remove this text inline or in the module Content settings. You can also style every aspect of this content in the module Design settings and even apply custom CSS to this text in the module Advanced settings.
Þjónusta sem Verzlanahöllin býður
Verzlanahöllin er básaleiga fyrir fólk sem vill selja notaðan fatnað og vörur af eigin heimilum. Verzlanahöllin býður upp á hagstæða leiguaðstöðu á góðum stað í miðbænum með mikla fótaumferð hvern dag. Verzlanahöllin býður þjónustu sem eykur líkurnar á að vörur seljist og þjónustu sem gerir básleiguferlið sem þægilegast fyrir básleigjandann, sem felst meðal annars í: Starfsfólki sem kennir básleigjanda bestu aðferðir í gegnum básleiguferlið auk þess að sinna þjónustu og sölu á vörum og sér um að halda Verzlanahöllinni snyrtilegri, sérstöku uppsetningarsvæði þar sem þægilegt er fyrir básleigjandann að gera vörurnar sínar tilbúnar í næði, fataslár fyrir uppsetningu og niðurtekt, niðurtektarherbergi þar sem starfsfólk Verzlanahallarinnar aðstoðar básleigjanda að taka niður básinn, gæðaherðatré sem sýna vörurnar og halda skipulagi í básnum, gufuvél og fatarúllur til staðar fyrir básleigjendur sem vilja fríska upp á söluvörurnar sínar, þjófavarnir sem básleigjendur eru hvattir til að setja á söluvörurnar sínar, posakerfi og færsluhirðir svo viðskiptavinir geti greitt með korti, möguleikann á að greiða með Netgíró, mátunarklefar þar sem viðskiptavinir geta mátað vörur sem þeir hafa áhuga á, Verzlanahallarauglýsingar á ýmsum miðlum (í prenti, útvarpi, á samfélagsmiðlum og á netinu) sem auka fótaumferð í Verzlanahöllina og um leið líkurnar á að vörur básleigjenda finni réttan kaupanda. Básleigjandinn greiðir fyrir leigu á básnum, sem er leiga á rýminu í Verzlanahöllinni. Básleigjandinn greiðir 25% þjónustuþóknun af söluandvirði vara sem seljast í Verzlanahöllinni og er það greiðsla fyrir þjónustuna sem básleigjandinn þiggur meðan hann er með bás í Verzlanahöllinni.
Frá og með 1.janúar 2024 leggst 100kr kerfisgjald við verðið sem básaleigjandi setur á hverja vöru. Kerfisgjaldið, sem þekkist í básleigum hérlendis og erlendis, fer óskipt til fyrirtækisins sem sér um hönnun, uppfærslur, viðbætur og hýsingu á sérsmíðuðu tölvukerfi og appi Verzlanahallarinnar og greiðir kerfisgaldið kostnaðinn við rekstur tölvukerfisins. Tölvukerfið er einstaklega notendavænt og er í stöðugri uppfærslu og framþróun. Tölvukerfið gerir básleigjanda kleift að sjá upplýsingar um bókunina sína, nálgast leiðbeiningar á einfaldan hátt, skrá inn vörur sem hann ætlar að selja, fylgjast í rauntíma með sölu, sjá sundurliðun sölu og getur básleigjandi sótt sölulista og óskað greiðslu á einfaldan hátt í lok básleigunnar sinnar. Kerfisgjaldið er hugsað til að kaupandi vöru taki þátt í kostnaðinum við rekstur á tölvukerfinu, fyrst og fremst svo básleigjandi þurfi ekki að greiða hann.
Afbókun á bás
Básleigjandi hefur rétt á að afbóka básleigu sína allt að 15 dögum áður en fyrsti dagur básaleigu rennur upp. Básleiga er aðeins endurgreidd ef afbókun berst með að minnsta kosti 15 daga fyrirvara að fyrsta degi leigutímabils básleigunnar. Básleiga er ekki endurgreidd ef færri en 15 dagar eru í að leigutímabil hefjist, óháð því hvenær bókunin var gerð. Til að afbóka básleigu sendir básleigjandi tölvupóst á verzlanahollin@verzlanahollin.is.
Í upphafi leigutímabils
Verzlanahöllin býður básleigjendum tvær hentugar tímasetningar til að setja upp bás. Básleigjandi á rétt á básnum sínum klukkustund fyrir lokun daginn áður en leigutímabil hefst. Það er, ef leigutímabil hefst á mánudegi á básleigjandi rétt á básnum klukkustund fyrir lokun á sunnudegi. Athugið – á ekki við ef verslunin er lokuð daginn fyrir upphafsdag bókunar. Verzlanahöllin er lokuð eftirfarandi daga árið 2023: 1.janúar, 2.janúar, 7.apríl, 9.apríl, 28.maí, 17.júní, 6.ágúst, 7.ágúst, 24.desember, 25.desember, 26.desember, 31.desember. Sé Verzlanahöllin lokuð daginn fyrir upphafsdag bókunar er básleigjandi velkominn að setja upp frá kl 16:00 á síðasta opna degi fyrir lokaðan dag. Básaleigjanda er velkomið að koma í Verzlanahöllina um tveimur tímum fyrir lokun, eða klukkan fjögur (16:00) til að gera vörurnar tilbúnar á uppsetningarsvæðinu og getur básleigjandi sett þær í básinn klukkustund fyrir lokun, eða klukkan fimm (17:00). Henti básleigjanda betur að koma á deginum sem bókun hefst er básaleigjandi velkominn í Verzlanahöllina frá opnun verslunar eða frá klukkan 10:00 virka daga og 11:00 um helgar. Verslunin lokar alla daga klukkan 18:00 og skal básleigjandi hafa lokið uppsetningu á bás sínum fyrir lokun.
Ef engar vörur eru komnar í básinn kl 14:00 á fyrsta degi básaleigu og básleigjandi hefur ekki látið starfsfólk Verzlanahallarinnar vita að honum seinki er Verzlanahöllinni heimilt að leigja básinn út til nýs aðila.
Skráning á vörum
Um leið og bókun er gerð ákveður básleigjandi lykilorð til að skrá sig inn á sitt svæði á innri vef Verzlanahallarinnar. Innskráning á innri vefinn er undir “login” á heimasíðunni. Á sínu svæði sér básleigjandi um að skrá allar vörur sem ætlunin er að selja í básnum. Básleigjandi gerir það með því að smella á flipann “bæta við vöru” á sínu svæði. Þar fyllir básleigjandi út nafn, nánari upplýsingar um vöru, magn vöru, verð hennar og vistar. Athugið að frá og með 1.janúar 2024 bætist kerfisgjald (100kr) við verðið sem básaleigjandi setur inn, það er að segja, ef básleigjandi skráir verð sem 5.000kr prentast límmiðinn með verðinu 5.100kr og varan selst á 5.100kr. Kerfisgjaldið, sem þekkist í básleigum hérlendis og erlendis, fer óskipt til fyrirtækisins sem sér um hönnun, uppfærslur, viðbætur og hýsingu á sérhönnuðu tölvukerfi og appi Verzlanahallarinnar og greiðir kerfisgaldið kostnaðinn við rekstur tölvukerfisins. Kerfisgjaldið er hugsað til að kaupandi taki þátt í kostnaði við rekstri á tölvukerfinu, fyrst og fremst svo básleigjandi þurfi ekki að greiða hann.
Starfsfólk Verzlanahallarinnar mælir eindregið með að vera með meira lýsandi heiti á vöru en minna, þar sem það auðveldar básleigjanda að fylgjast með hvað selst auk þess sem það eykur líkurnar á að starfsfólk geti fundið vöru í tölvukerfinu ef miðinn hefur dottið af og einhver vill kaupa hana. Gott er að láta ávallt merki (brand), lit og stærð fylgja lýsingu. Heitið “Gul og græn nike peysa” með nánari lýsingu “stærð 36” er betri lýsing en “peysa”. Neðst getur básleigjandi síðan hakað við “viltu bæta við mynd af vörunni?”, valið vöruflokk og sett inn mynd af vörunni. Þá birtist myndin með upplýsingunum um vöruna í “vörur í verslun” flipanum. Nánari lýsing og mynd af vörunni getur orðið til þess að básleigjandi missi ekki af að selja vöru sem miðinn hefur dottið af.
Básleigjandi getur annaðhvort skráð vörurnar inn áður en básleiga hefst eða þegar hann setur upp básinn í Verzlanahöllinni á fyrsta degi básleigu sinnar. Básleigjandi getur byrjað að skrá vörurnar inn um leið og bókunin hefur verið gerð eða hvenær sem er fram að upphafi básleigu. Ef básleigjandin er búinn að skrá vörurnar inn í tölvukerfið getur hann sótt límmiða með strikamerkjum áður en básleiga hefst, ef básleigjana langar að festa miðana á heima hjá sér en mikilvægt er að festa límmiðana á miða (til dæmis niðurklipptan cheeriospakka) og sá miði sé festur í vöruna. Starfsfólk mælir eindregið gegn því að límmiðinn sé límdur beint á vöruna, þar sem hann dettur mjög auðveldlega af og verður varan þá óseljanleg óskilavara. Flestir básleigjendur kjósa að fá límmiðana þegar þeir koma að setja upp básinn sinn. Ef básleigjandi er búinn að skrá inn vörurnar í tölvukerfið þegar básleiga hefst prentar starfsfólk út límmiða með strikamerkjum fyrir hverja vöru sem er skráð á básinn. Ef básleigjandi er ekki búinn að skrá vörurnar inn við upphaf básleigunnar getur hann skráð vörurnar inn í tölvukerfið þegar hann er að gera vörurnar sínar tilbúnar á uppsetningarsvæðinu í Verzlanahöllinni og þarf básleigjandi þá að vera með snjallsíma, ipad eða tölvu til að gera það. Starfsfólk mælir með að vörur séu skráðar áður en básleigutímabilið hefst, þar sem það sparar básleigjanda tíma þegar verið er að setja upp básinn.
Ef vinir deila bás getur verið gott að gera grein fyrir hvor á hvaða vöru í heiti vörunnar, til dæmis með skammstöfun nafns hvors aðila (dæmi: SÞ – græn nike peysa og VK – svartar adidas buxur).
Á uppsetningarsvæðinu eru slár, herðatré, merkibyssur, miðar og þjófavarnir sem básleigjandi notar til að gera vörurnar sínar klárar áður en þær fara í básinn. Einnig er gufusléttir og fatarúllur á staðnum sem básleigjanda er velkomið að nota til að fríska upp á vörurnar sínar. Verzlanahöllin lánar ekki tæki sem eru nýtt til uppsetningar úr húsi. Þegar vörurnar eru tilbúnar með þjófavörnum og merkimiðum getur básleigjandi rúllað slánni að bás sínum og sett vörurnar í básinn. Aðstaða fyrir dýrari vörur er í afgreiðslu og getur básleigjandi einnig fengið að hafa örlítið af skarti og snyrtivörum til sölu í afgreiðsluborði.
Breyting á básleigutímabili
Verzlanahöllin getur ekki breytt bókunartímabili ef minna en 15 dagar eru í fyrsta dag leigutímabils.
Auglýsingar á vörum
Básleigjandi ætti að líta á básleiguna sína sem svo að hann sé að reka sína litlu einkaverslun í takmarkaðan tíma undir þaki Verzlanahallarinnar. Starfsfólk hvetur básleigjanda því eindregið til að auglýsa vörurnar sínar á sem flestum stöðum, eins og verslanir gera. Auglýsingar á vörum eru ein besta leiðin til að hámarka líkurnar á að réttur kaupandi finnist fyrir þær. Þegar básleigjandi skráir vörurnar sínar inn í “bæta við vöru” getur hann hakað við “Viltu bæta við mynd af vörunni?” og sett inn mynd af vörunni. Þá mun mynd af vörunni ásamt öllum upplýsingum um hana birtast í “vörur í verslun” flipanum á heimasíðu Verzlanahallarinnar. Fram kemur í “vörur í verslun” flipanum hvaða vörur eru til og hvaða vörur eru seldar. Að auki er á Facebook hópurinn “Verzlanahöllin – til sölu” þar sem básleigjendur auglýsa vörurnar sínar og hvetur starfsfólk básleigjanda til að birta auglýsingu þar. Einnig er hægt að birta myndir í story á persónulegum Instagram reikningi básleigjanda, ef reikningur básleigjanda er opinn. Básleigjandi þarf að merkja myndirnar með textanum @verzlanahollin – þá getur starfsfólk Verzlanahallarinnar birt myndirnar á story á samfélagsmiðlum Verzlanahallarinnar. Básleigjanda er einnig velkomið að auglýsa víðar, til dæmis á sínum eigin miðlum eða á fleiri hópum og getur básleigjandi þá vísað áhugasömum kaupendum til Verzlanahallarinnar sem sér um þjónustu, afgreiðslu og sölu. Starfsfólk Verzlanahallarinnar sendir einnig vörur út á land fyrir áhugasama kaupendur sem greiða fyrir slíkt.
Þjófavarnir
Þjófavörn fyrir hverja virka vöru er innifaliði í básleigunni. Starfsfólk Verzlanahallarinnar er vakandi fyrir búðarþjófnaði.
Verzlanahöllin býður upp á básleiguaðstöðuna á góðum stað á Laugaveginum, tölvukerfið og starfsfólk sem sér um að halda Verzlanahöllinni snyrtilegri og sér um sölu á vörum. Verzlanahöllin hefur ekkert eignarhald á vörum sem eru til sölu í Verzlanahöllinni, fær engu ráðið um vöruverð eða hverskonar vörur básleigjandi kýs að selja og fær ekki söluhagnaðinn fyrir vöru sem selst (25% þóknun Verzlanahallarinnar greiðir fyrir þjónustu sem Verzlanahöllin býður og 100 kr kerfisgjald á hverja vöru greiðir kostnað við sérhannað tölvukerfi Verzlanahallarinnar). Verzlanahöllin hefur ekki nákvæma yfirsýn yfir hvaða vörur básleigjandi hefur komið með og sett í básinn sinn og hvaða vörur básleigjandi hefur einungis skráð í tölvukerfið og ekki komið með. Básleigjandinn hefur fullt eignarhald yfir vörunum sínum, ákveður að selja þær í Verzlanahöllinni, ákveður verðið fyrir þær og fær söluhagnaðinn ef þær seljast. Básleigjandinn er að reka sína eigin persónulegu verslun undir þaki Verzlanahallarinnar. Básleigjandinn ber alla ábyrgð á vörunum sem hann selur í básnum sínum, eins og aðrar verslanir. Verzlanahöllin býður ekki tryggingu fyrir vörur í sölu, þar sem tryggingafélög leyfa þriðja aðila ekki að tryggja varning. Einungis eigandi vöru getur tryggt hana. Ef eitthvað kemur fyrir vöru, svosem að hún brotni, rifni, verði skítug eða er stolið er Verzlanahöllin og starfsfólk hennar ekki ábyrgt á nokkurn hátt, sama hvar í Verzlanahöllinni varan var staðsett. Með því að gera bókun staðfestir básleigjandinn að hann er meðvitaður um mögulega hættu á að eitthvað komi fyrir vöru sem er í sölu og hefur metið sem svo að hún sé þess virði fyrir þægindin sem fylgja því að selja vörurnar sínar í Verzlanahöllinni. Ef básleigjandi er ekki tilbúinn að samþykkja hættuna á að vara úr bás hans verði skítug, rifni eða er stolið, ætti básleigjandinn ekki að selja vöruna í Verzlanahöllinni.
Verzlanahöllin ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum sama hvar í versluninni þær eru og í tilfelli af þjófnaði, eldsvoða og/eða vatnsskaða er Verzlanahöllin ekki bótaskyld. Innbústrygging básleigjanda bætir hugsanlega bruna/vatnsskaða eða þjófnað – Verzlanahöllin mælir með að básleigjandi hafi samband við tryggingafélag sitt til að fá frekari upplýsingar um það.
Eignaréttur og vöruskilmálar
Básleigjandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir sínum bás og vörunum sem í honum eru.
Umgengnisreglur
Breytingar á básum eru með öllu bannaðar. Básleigjanda er einungis heimilt að selja þær vörur sem komast í básinn. Óheimilt er að setja vörur fyrir utan básinn og á það einnig við um fatnað sem stendur út af básnum. Ekki er leyfilegt að hengja vörur utan á básinn né á bleika rammann. Ef vörur eru fyrir utan básinn verða þær fjarlægðar án fyrirvara og tilkynningar og áskilur starfsfólk sér rétt til að rukka niðurtektar- og/eða geymslugjald fyrir slíkt. Í Verzlanahöllinni er ekki aðstaða til að selja stóra muni og er þá átt við muni sem komast ekki í bás básleigjanda.
Hámarksmagn af vörum á bás hverju sinni er 60, og er þá átt við bæði vörur á herðatrjám og vörur í hillunum þremur sem tilheyra básnum. Ef básleigjandi er með mikið af þunnum fatnaði til að hengja á herðatré getur hann verið með fleiri herðatré, en færri ef hann er með mikið af þykkum fatnaði. Starfsfólk hvetjur básleigjanda til að fylla reglulega á meðan á básleigutíma stendur en heildarmagn á vörum skal þó aldrei vera yfir 60 í hverjum bás hverju sinni.
Starfsfólk Verzlanahallarinnar snyrtir reglulega til í básum og passar að vörur liggi ekki á hillum eða á gólfi og er það innifalið í leigugjaldinu. Starfsfólk skilar vörum í viðeigandi bása eftir fremsta megni. Í gegnum dagsins amstur rata vörur af öðrum básum í bás básleigjanda og öfugt. Starfsfólk Verzlanahallarinnar er þakklátt básleigjanda fyrir að hjálpa til við að skila vörum sem tilheyra öðrum básum á sinn stað, þannig hjálpumst við öll að við að halda versluninni snyrtilegri og aðgengilegri. Er það hagur allra. Básleigjandi þarf ekki að koma í Verzlanahöllina reglulega til að snyrta til í básnum, en starfsfólk mælir með að básleigjandi fylli reglulega á básinn og starfsfólk mælir eindregið með að básleigjandi auglýsi vörurnar sínar. Básleigjandi er þó ávallt ábyrgur fyrir að básinn sé snyrtilegur og uppfylli staðla verslunarinnar.
Við hvern bás er bleikur rammi þar sem leigjandi getur skrifað upplýsingar um það sem er í básnum og eru sérstakir pennar fyrir rammann geymdir í afgreiðslu. Básleigjandi getur beðið starfsfólk um að fá sérstaka penna að láni til að skrifa upplýsingar um básinn á plastið í rammanum. Starfsfólk mælir eindregið með að básleigjandi skrifi upplýsingar í rammann, þar sem það eykur líkurnar á að áhugasamur kaupandi staldri við og skoði það sem er í básnum.
Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni, notaðar snyrtivörur eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. Almennt er ekki er hægt að skila vörum en í einstaka tilfellum áskilur starfsfólk sér rétt til að taka aftur við vörum þar sem uppgötvast að þær voru seldar í óásættanlegu ástandi (brotnar, bilaðar eða þess háttar) og ekki var hægt að sjá það við kaup, er básleigjandi látinn vita ef slíkt tilfelli kemur upp. Starfsfólk hefur einnig rétt á að fjarlægja vörur sem eru metnar skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, til dæmis ef vörur eru óhreinar, illa lyktandi eða götóttar.
Vörur sem hafa verið samfleytt í versluninni í 60 daga skal fjarlægja úr bás, ekki er heimilt að endurmerkja slíkar vörur. Verzlanahöllin er hringrásarverslun og er hagur allra að stöðug hringrás sé á vörum sem eru í versluninni.
Netverslunum og öðrum verslunum er ekki heimilt að selja í Verzlanahöllinni. Ekki er heimilt að hafa lagera eða vörur sem keyptar eru frá Ebay, Wish, Aliexpress eða öðrum álíka sölusíðum í Verzlanahöllinni og þá sérstaklega vörur sem ekki eru vottaðar til endursölu. Ekki er heimilt að selja nýjar vörur og/eða vörur sem hafa verið fluttar inn af viðkomandi sérstaklega til að selja, Verzlanahöllin er ekki lageraðstaða fyrir vörur. Þeim sem hafa sölupláss í Kolaportinu að staðaldri eða í öðrum álíka mörkuðum er ekki heimilt að bóka bása Verzlanahallarinnar til að selja varning sinn.
Nafnspjöld og önnur markaðssetning er ekki leyfileg í básnum. Ef þessu er ekki framfylgt áskilur starfsfólk Verzlanahallarinnar sér rétt til að fjarlægja nafnspjöld, markaðssetningarauglýsingar og/eða vörur úr tilteknum básum án fyrirvara.
Skipulag og áfylling á bás
Básleigjandi er ábyrgur fyrir sínum bás og er velkomið að bæta vörum á hann að vild meðan á leigutíma stendur og hvetur starfsfólk til þess. Innifalið í leigunni eru verðlímmiði og þjófavörn fyrir hverja virka völu sem er til sölu í bánsum hverju sinni og herðatré fyrir hangandi vörur.
Básleigjanda er velkomið að fylla á básinn hvenær sem hentar á opnunartíma Verzlanahallarinnar. Básleigjandi skráir inn vörur eins og áður, kemur í Verzlanahöllina til að fá límmiða og nýtir eins og áður uppsetningarsvæðið til að gera vörurnar tilbúnar.
Óskilavörur
Ef verðmiði hefur dottið af vöru og hún finnst ekki í kerfinu, í “vörur í verslun” eða ef starfsfólk rekst á vöru eftir að leigutímabili er lokið setur starfsfólk hana á „tapað og fundið“ svæði Verzlanahallarinnar. Starfsfólk Verzlanahallarinnar mælir með að básleigjandi kanni reglulega hvort vörur úr hans bás hafi endað þar.
Starfsfólk ráðleggur básleigjanda að kíkja við í Verzlanahöllina eftir að leigutíma er lokið, sakni básleigjandi vöru. Vörur koma reglulega í leitirnar eftir nokkra daga, jafnvel vikur og stundum eftir lengri tíma, oft þegar aðrir básaleigjendur pakka niður sínum básum. Það er á ábyrgð básleigjanda að leita að vörum sem hann saknar eftir að básleigu lýkur. Starfsfólk Verzlanahallarinnar sér ekki um að leita að einstaka vörum fyrir hvern og einn básleigjanda. Starfsfólk sendir básleigjanda staðlaðan tölvupóst, rekist það á vöru sem hefur gleymst eftir að básleigjandi hefur tekið niður sinn bás. Básleigjandi hefur 6 daga frá því tölvupósturinn er sendur til að sækja vöruna og kemur það fram í tölvupóstinum. Eftir 6 daga er varan í eigu Verzlanahallarinnar sem ráðstafar henni á einn eða annan hátt.
Vörur án verðmiða eru geymdar í 20 daga í “tapað og fundið”. Hafi básleigjandi ekki vitjað vörunnar innan þess tíma er varan í eigu Verzlanahallarinnar sem ráðstafar henni á einn eða annan hátt.
Breyting á verði
Ef básleigjandi vill breyta verði á einstaka vöru gerir hann það á sínu svæði undir “vörurnar mínar”, finnur þar vöruna og smellir á “edit” og kemur í Verzlanahöllina til að fá nýjan límmiða prentaðan og setur hann á vöruna. Básleigjandi er ábyrgur fyrir því að rétt verð sé á vörum hans. Vörur seljast á verðinu sem fram kemur á verðlímmiðanum, nema ef verðið sem er skráð í tölvukerfið er lægra en það sem stendur á verðlímmiðanum, selst varan þá á lægra verðinu. Starfsfólk sér ekki um að breyta verði á einstaka vörum fyrir básleigjendur. Óheimilt er að skrifa á verðmiðana og eru slíkir verðmiðar ógildir.
Afsláttur á bás
Ef básleigjandi vill setja afslátt á básinn sinn sendir hann tölvupóst á sale@verzlanahollin.is með nafni, básnúmeri og afsláttarprósentu sem hann óskar eftir að sé sett á básinn sinn. Hægt er að velja hvaða afsláttarprósentu sem er. Starfsfólk Verzlanahallarinnar setur afsláttinn á í tölvukerfinu og setur áberandi afsláttarmiða á básinn og afslátturinn birtist sömuleiðis á myndum af vörum sem básleigjandi hefur bætt í “vörur í verslun”.
Ef básleigjandi óskar eftir að afsláttur sé fjarlægður af básnum þarf hann sömuleiðis að senda tölvupóst á sale@verzlanahollin.is með nafni, básnúmeri og ósk um að fjarlægja afslátt.
Að færast milli bása
Básleigjandi bókar í upphafi heildartímabil sem hann vill vera í viðkomandi bás. Hafi básleigjandi ákveðið að halda áfram í sama bás eða í nýjum bás í kjölfar þess að gamla básleigutímabilinu lýkur bókar hann nýtt leigutímabil á heimasíðu Verzlanahallarinnar. Það telst sem nýtt leigutímabil og þarf básleigjandi að óska eftir því að starfsfólk færi vörurnar í tölvukerfinu úr gömlu básleiguna á nýju básleiguna áður en básleigjandi óskar útgreiðslu. Í kjölfar útgreiðslu eyðast vörurnar sem eru skráðar á gömlu básleiguna sjálfkrafa úr tölvukerfinu. Vörur sem starfsfólk færir á nýja básleigutímabilið eyðast ekki úr tölvukerfinu í kjölfar útgreiðslu söluhagnaðar fyrir fyrra básleigutímabilið. Ef básleigjandi bókaði sama bás og hann var í á fyrra básleigutímabili þarf hann ekki að setja nýja límmiða á vörurnar. Ef básleigjandi bókaði annan bás en hann var í á fyrra básleigutímabili þarf hann að óska eftir að starfsfólk prenti verðmiðana fyrir nýja básinn út og líma þá yfir gömlu límmiðana, svo viðskiptavinir skili vörum básleigjanda í nýja básinn en ekki í þann gamla. Básleigjandi er ábyrgur fyrir því að réttir verðmiðar séu á vörunum í nýja básnum.
Í lok leigutímans
Bás tæmdur
Básleiganda er skylt að tilkynna starfsfólki Verzlanahallarinnar í afgreiðslu áður en hann byrjar að tæma bás sinn í lok leigutímabils. Starfsfólk leiðbeinir básleigjanda um að sækja slá, setja vörur sínar á hana og koma með slána í niðurtektarherbergið, þar sem starfsfólk fer yfir verðmiða á vörunum og fjarlægir þjófavarnir. Básleigjandi má í kjölfarið pakka vörum sínum.
Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi einni klukkustund fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils, eða klukkan fimm (17:00). Næsti básleigjandi á rétt á básnum klukkustund fyrir lokun daginn áður en hans básaleiga hefst.
Básleigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að básleigjandi greiði sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Verzlanahöllinni. Mikilvægt er að verðmiðar séu enn á vörunum þegar básinn er tæmdur. Vörur án verðmiða má ekki fara með úr versluninni. Starfsfólk fer yfir verðmiða á vörum básleigjanda áður en básleigjandi pakkar vörunum. Básleigjandi skal hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki, sé óskað eftir því. Básleigjandi skal láta starfsfólk vita á verzlanahollin@verzlanahollin.is ef annar aðili á vegum hans kemur til að tæma básinn.
Komist básleigjandi ekki að tæma básinn á tilsettum tíma getur hann óskað eftir að starfsfólk tæmi básinn og pakki vörunum. Pökkunarþjónustan kostar 3.500 krónur. Semja þarf um þessa þjónustu í síðasta lagi fyrir kl 16:00 daginn sem bás skal tæmast. Hægt er að gera það með að hringja, senda tölvupóst á verzlanahollin@verzlanahollin.is eða í skilaboðum á facebook eða instagram.
Ef básinn hefur ekki verið tæmdur á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert um pökkun mun starfsfólk Verzlanahallarinnar pakka vörunum og innheimtir fyrir það afgreiðslugjald 5.000 krónur. Starfsfólk geymir vörurnar í 7 daga að hámarki en 1.000 króna geymslugjald er innheimt fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá Verzlanahöllinni. Eftir þessa 7 daga eru vörurnar í eigu Verzlanahallarinnar sem ráðstafar þeim á einn eða annan hátt. Sæki básleigjandi ekki vörurnar sínar er pökkunargjald og geymslugjald, samtals 12.000kr (5.000kr pökkunargjald og 1000kr geymslugjald í sjö daga) dregið af söluhagnaði áður en hann er greiddur til básleigjanda.
Söluhagnaður
Við lok leigutímabils opnast greiðsluhnappur “senda beiðni” undir “bókanir mínar” á innra svæði básleigjanda, sem básleigjandi smellir á til að óska eftir útgreiðslu á söluhagnaði. Bókari Verzlanahallarinnar hefur tvo virka daga eftir lok básleigu til að greiða út eftir að básleigjandi smellir á greiðsluhnappinn, sem miðast við lok básaleigu (17:00 á lokadegi og er talið daginn eftir að bás er lokið eða smellt á takkann, til dæmis ef smellt er á takkann á mánudegi greiðir bókari einhverntíma á miðvikudegi). Básleigjandi getur beðið með að smella á hnappinn, ef vörur sem tilheyra honum gleymast í Verzlanahöllinni eftir að básleigjandinn hefur tekið niður. Bókari greiðir eftir þeirri röð sem greiðslubeiðnir berast frá básleigjendum. Básleigu telst ekki lokið fyrr en leigjandi hefur tæmt básinn sinn. Söluhagnaður fæst einungis greiddur, hafi bás básleigjanda verið tæmdur og vörurnar sóttar.
Athugið – Í kjölfar útgreiðslu eyðast vörurnar sem eru skráðar á básleiguna sjálfkrafa úr tölvukerfinu. Básleigjandi getur sótt og/eða prentað út vörulista yfir vörurnar sínar undir “vörurnar mínar” flipanum, með því að smella á annaðhvort “print” eða “PDF” hnappana sem eru staðsettir efst á “vörurnar mínar” síðunni og er mikilvægt að básleigjandi sæki vörulistann áður en óskað er eftir greiðslu. Básleigjandi getur ekki sótt listann eftir að bókari hefur greitt út. Athugið – Óski básleigjandi þess að fá sölulista eftir að hafa fengið greiðslu tekur slík samantekt allt að 10 virka daga og kostar 2.500 krónur sem eru greiddar áður en sölulisti er sendur til básleigjanda.
Í allt að 15 daga eftir að básleigjandi fékk greitt getur básleigjandi haft samband við Verzlanahöllina og kannað hvort vörur tilheyrandi honum hafi selst eftir að hann fékk greitt og er það á ábyrgð básleigjanda að hafa samband til að kanna slíkt, er sá hagnaður þá millifærður á básleigjanda.
Básleigjandi greiðir 25% af heildarverðmæti vara sem Verzlanahöllin selur í rekstrar- og aðstöðukostnað. Básleigjandi sér sinn hagnað undir “minn hagnaður” á sínu svæði.
Söluhagnaðurinn er millifærður á þann reikning sem leigjandi gaf upp þegar hann bókaði básinn, tveimur virkum dögum eftir að básleigu er lokið og básleigjandi smellti á útgreiðslutakkann.
Básleigjandi þarf að óska eftir útgreiðslu á söluhagnaði innan 90 daga frá lokum básleigu sinnar.
Annað
Verzlanahöllin áskilur sér rétt til að gera breytingar á tölvukerfi, skipulagi og/eða uppsetningu í verslun ef þurfa þykir.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Governing law / Jurisdiction
These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.