Fyrirtækið

Í Verzlanahöllinni getur þú bæði keypt og selt notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Sem seljandi leigir þú bás (erum með 158 bása til leigu) í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verðmiða með strikamerki munum við svo útvega í verslun okkar, og þegar vörurnar eru komnar í básinn sjáum við um restina. Við þjónustum viðskiptavini verslunarinnar og sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt, og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu samdægurs.

Um Okkur

Við erum þrjár mæðgur sem ákváðum að láta gamla drauma um að taka þátt í þeirri bylgju sem endurnýting er. Við höfum mikinn áhuga á að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega nr.12 sem fjallar um ábyrga neyslu og framleiðslu.

Með því að skapa almenningi tækifæri til að selja notaða fatnaðinn sinn og eða alls kyns hluti sem hafa lokið hlutverki sínu hjá þeim en gæti nýst öðrum fyrir hóflegt verð séum við að uppfylla þessi heimsmarkmið að einhverju leiti.

Með því trúum við að önnur heimsmarkmið fylgi í kjölfarið.

Slagorð okkar er “notað nýtt” og er það í rauninni allt sem segja þarf.

91

Barna
básar

56

Fullorðins básar

7

Hillu
básar