Fyrirtækið

Í Verzlanahöllinni getur þú bæði keypt og selt notaðar vörur, allt frá fullorðinsfötum, hlutum fyrir heimilið, barnafötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Sem seljandi leigir þú bás í eina viku að lágmarki og verðleggur sjálf/ur vörurnar þínar. Verzlanahöllin útvegar verðmiða með strikamerki og sér um tiltekt í básnum meðan á leigutíma stendur. Við mæðgurnar í Verzlanahöllinni sjáum um söluna fyrir þig. Þú hefur möguleika á að fylgjast með sölunni þinni rafrænt í rauntíma og við greiðum þér svo söluhagnaðinn með millifærslu innan tveggja sólarhringa frá leigulokum.

Um Okkur

Mæðgurnar þrjár eiga og reka Verzlanahöllina í hjarta miðbæjarins. Við höfum mikinn áhuga á að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega nr.12 sem fjallar um ábyrga neyslu og framleiðslu. Með því að skapa fólki tækifæri til að selja vörur sem nýtast þeim ekki lengur stuðlum við að þessu heimsmarkmiði.

Slagorð okkar er “notað nýtt”, það sem er notað fyrir einum er nýtt fyrir öðrum og það sem nýtist þér ekki gæti nýst nýjum eiganda. 

Í Verzlanahöllinni finnur þú allt fyrir alla, verslar á umhverfisvænan máta og í þokkabót á frábæru verði.

56

Barna
básar

80

Fullorðins básar

21

Hillu
básar