Skilmálar

Básaleiga

Bókanir
Hægt er að leigja bás í gegnum heimasíðuna okkar, www.verzlanahollin.is

Afbókanir
Þegar básleigjandi, hér eftir nefndur leigjandi, pantar bás hjá Verzlanahöllinni hefur hann 14 daga frest til endurgreiðslu ef honum snýst hugur. Ef leigjandi nýtir þann rétt sendir hann tölvupóst á netfangið verzlanahollin@verzlanahollin.is með reikningsupplýsingum fyrir klukkan 14:00 og við millifærum endurgreiðsluna. Vinsamlegast athugið að bás er einungis endurgreiddur ef hann er afpantaður með að minnsta kosti 14 daga fyrirvara og miðast það við fyrsta dag leigutímabils. Ekki er mögulegt að fá endurgreitt ef það eru færri en 14 dagar í að leigutímabilið hefjist, óháð því hvenær básinn er pantaður.

Verð
Verðin sem gefin eru upp á heimasíðunni eru með virðisaukaskatti.

Þóknun
Þóknun (15%) verður sjálfkrafa dregin frá samanlagðri heildarsölu áður en söluhagnaður er greiddur út til leigjanda.

Sjálfstæður rekstur
Ef leigjandi vill reka eigin verslun í básnum, er hann ábyrgur fyrir því að gefa réttar upplýsingar upp til skatts. Það ber að tilkynna
við bókun ef ætlunin er að selja vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki í básnum.

Á meðan á leigutíma stendur

Í upphafi leigutímabils
Verslunin er opin leigjendum klukkustund fyrir tilsettan opnunartíma til að setja upp básinn sinn. Einnig er mögulegt að koma og setja básinn upp í eina klukkustund eftir lokun daginn áður en leigutími hefst.
Ef engar vörur eru komnar í básinn undir lok fyrsta dags og ekkert skriflegt samkomulag hefur verið gert um annað er Verzlanahöllinni heimilt að leigja básinn út til annars aðila.
Ef það er frídagur inn í leigutíma leigjanda telst sá dagur ekki með í heildardögum tímabils.

Þjófavarnir
Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgir með í leiguverðinu fyrir vörur sem eru verðlagðar á 1.500 krónur og meira. Húsnæðið er vaktað með öryggismyndavélum og starfsfólk okkar er almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði.  Verzlanahöllin ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum og í tilfelli af eldsvoða og/eða vatnsskaða er Verzlanahöllin ekki bótaskyld. Innbústrygging leigjanda bætir hugsanlega bruna/vatnsskaða eða þjófnað – Verzlanahöllin mælir með að leigjandi hafi samband við tryggingafélag sitt  til að fá frekari upplýsingar um það.
Einu sinni á dag mun starfsfólk Verzlanahallarinnar fara um verslunina og kanna hvort það sé ekki allt í lagi í öllum básum, hengja upp fatnað sem mögulega hefur fallið í gólfið og raða aðeins í hillum. Það er innifalið í leigugjaldinu. Eigandi er eftir sem áður ábyrgur fyrir því að básinn sé snyrtilegur og uppfylli staðla verslunarinnar.

Eignaréttur og vöruskilmálar
Leigjandi hefur ótakmarkaðan eignarrétt á vörum sínum og rétt til að selja þær í básnum.   Leigjandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir sínum bás og því sem í honum er.

Bás leigjanda
Verzlanahöllin er fyrst og fremst fyrir einstaklinga sem selja notaðan varning af eigin heimilum. Ekki er ætlast til að verslanir noti básaleiguna til að selja vörur sínar. Breytingar á básum eru með öllu bannaðar. Ef vörur eru fyrir utan básinn verða þær fjarlægðar. Leigjandi er ábyrgur fyrir að vörurnar séu rétt verðmerktar.
Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. Netverslunum eða öðrum verslunum er ekki heimilt að selja í Verzlanahöllinni án samráðs við eigendur. Ekki er heimilt að hafa lagera eða vörur sem keyptar eru frá Ebay, Wish, Aliexpress eða öðrum álíka sölusíðum og þá sérstaklega vörur sem ekki eru vottaðar til endursölu í Verzlanahöllinni. Nafnspjöld eða önnur slík markaðssetning er ekki leyfileg í básnum. Ef þessu er ekki framfylgt áskiljum við okkur rétt til að fjarlægja vörur úr tilteknum básum án fyrirvara. Starfsfólk hefur einnig rétt á að vísa frá eða fjarlægja vörur sem eru metnar skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, til dæmis ef vörur eru óhreinar, illa lyktandi eða götóttar. Athugið að ekki er hægt að skila, skipta eða fá endurgreiðslu fyrir vörur sem keyptar eru í Verzlanahöllinni. Vörurnar eru keyptar í því ástandi sem þær eru í, kaupandi hefur skoðunarskyldu og er keypt vara á ábyrgð hans eftir greiðslu.

Skipulag og áfylling á bás
Í grundvallaratriðum er leigjandi ábyrgur fyrir sínum bás og er velkomið að bæta vörum á hann að vild meðan á leigutíma stendur. Innifalið í leigunni er ótakmarkað magn af límmiðum, Ef verðmiði hefur dottið af vöru eða vörur finnast í versluninni eftir að leigutíma er lokið mun vörunum verða komið fyrir á sérstökum „tapað og fundið“ hillum. Því er skynsamlegt að leigjandi fylgist með þeim hillum og athugi hvort vörur úr hans bás hafa endað þar. Einnig er ráðlagt að kíkja við í Verzlanahöllinni eftir að leigutíma lýkur, þar sem margar vörur koma oftar en ekki í leitirnar þegar aðrir básaleigjendur pakka niður sínum básum. Vörur án verðmiða verða geymdar í „tapað og fundið“ í 14 daga, eftir þann tíma verða þær í eigu Verzlanahallarinnar sem gefur þær til góðgerðarmála eða selur í sérstökum góðgerðarbás. Ágóðinn af sölu góðgerðarbássins verður gefinn til góðgerðarmálefnis sem Verzlanahöllin velur hverju sinni.

Breyting á verði
Ef óskað er eftir að breyta verði á vörum á meðan leigutíma stendur þarf að setja nýjan verðmiða á vöruna. Verðmiðum sem hefur verið breytt eða strikað yfir eru ógildir af öryggisástæðum.

Afsláttur í básnum
Leigjandi hefur möguleika á að setja afslátt á vörurnar í básnum sínum.  Ef leigjandi vill gera það þarf að láta starfsfólk vita svo hægt sé að skrá afsláttinn inn í tölvukerfið. Eftir að afsláttur hefur verið settur inn,  kemur hann sjálfkrafa þegar vara er skönnuð. Fyrir ofan hvern bás er lítill rammi þar sem leigjandi getur skrifað upplýsingar um vöruna, svo sem stærð, fyrir hvern varan er og afslátt ef hann er fyrir hendi. Hægt er að velja á milli 25%, 50% eða 75% afsláttar.

Í lok leigutímans

Bás tæmdur
Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi einni klukkustund  fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils, þ.e. á mánudegi til föstudags fyrir kl. 17.00, og á laugardögum og sunnudögum  fyrir kl. 16.00. Leigjandi er ábyrgur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að greitt sé sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Verzlanahöllinni. Mikilvægt er að verðmiðar séu enn á vörunum þegar básinn er tæmdur þar sem vörur án verðmiða má ekki taka með út úr versluninni. Starfsfólk hefur rétt á að athuga hvort verðmiðar séu á vörunum. Athugið að hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki þegar leigutímabili er lokið.

Ef básinn hefur ekki verið tæmdur á réttum tíma og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, mun starfsfólk Verzlanahallarinnar sjá um að pakka vörunum niður og innheimta  fyrir það afgreiðslugjald 4.000 krónur.    Starfsfólk geymir  vörurnar í 14 daga að hámarki, en innheimt verður  1000 króna geymslugjald fyrir hvern dag sem vörurnar eru í  geymslu hjá Verzlanahöllinni. Eftir þessa 14 daga verður þeim ráðstafað til góðgerðarmála

Mögulegt er að semja fyrirfram um að starfsfólk tæmi básinn og kostar sú þjónusta 2000 krónur.

Hægt er að óska efttir að starfsfólk Verzlanahallarinnar pakki niður úr básnum og keyri heim til þín. Kostar þessi þjónusta kr. 4.500.-
Viljir þú nýta þér þetta sendirðu tölvupóst á verzlanahollin@verzlanahollin.is sem er merktur “pökkun og heimkeyrsla” fyrir klukkan 18:00 daginn fyrir leigulok.

Söluhagnaður og þóknun

Áður en söluhagnaður er greiddur út er 15% þóknun dregin af heildarsölu leigjanda.
Söluhagnaðurinn er síðan millifærður á þann reikning sem leigjandinn gaf upp þegar hann bókaði básinn innan við 48klst. frá leigulokum.

Af öryggis- og sóttvarnarástæðum er reiðufé í lágmarki í Verzlanahöllinni..

Mælt er með að leigjandi noti greiðslukort og endurgreiðslur fara fram með millifærslu.
Ef einhverjar vörur gleymast í Verzlanahöllinni og seljast á næstu 14 dögum eftir að leigutímabil endar þarf að láta starfsfólk  vita svo hægt sé að millifæra þann söluhagnað inn á reikning eiganda. Útborgun söluhagnaðs verður að gerast innan 90 daga eftir að leigutímabili lýkur.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur
Governing law / Jurisdiction
These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.