Góðgerðarbás

Við bjóðum þeim viðskiptavinum sem vilja, að gefa fatnað og fylgihluti í góðgerðarbásinn okkar við lok leigutímans.

Starfsfólk Verzlanahallarinnar áskilur sér þó rétt til þess að velja og hafna úr þeim flíkum sem gefnar eru í góðgerðarbásinn og taka þær flíkur sem þeir telja ekki eiga heima í básnum til hliðar. Þær flíkur verða gefnar í Rauða Krossinn eða komið í endurvinnslu.

Allur fatnaður sem fer í góðgerðarbásinn verður seldur á 500 kr. eða lægra, aðrar vörur verða seldar á lágu verði.

Stimplað verður yfir strikamerki vörunnar með sérstökum stimpli merktum Verzlanahöllin af starfsmanni verslunarinnar sem fara úr venjulegum bás yfir á Góðgerðarbásinn.

Allur ágóði úr góðgerðarbásnum rennur beint til þess málefnis/einstaklings sem Verzlanahöllin velur hverju sinni.

Ath að hvorki viðskiptavinir né Verzlanahöllin hagnast á vörum sem seldir eru í góðgerðarbás.

Við munum velja nýtt málefni/einstakling í hverjum mánuði. Básinn verður vel auglýstur þeim sem við kjósum að styrkja þann mánuðinn. Hagnaður úr góðgerðarbásnum er svo afhentur þeim einstakling/málefni sem valið var 3.hvers mánaðar – mánuðinn eftir.

Þótt okkur eigendum Verzlanahallarinnar sé sértaklega umhugað um að styrkja fullorðið fólk með margþættan vanda er erum við alltaf opnar fyrir ábendingum um sérstök málefni sem hægt er að styrkja. Ef þú hefur áhuga að koma þínum hugmyndum á framfæri hvetjum við þig til þess að senda okkur póst á verzlanahollin@verzlanahollin.is og skrifa í titil Góðgerðarbás