Ferlið

Þú skráir þig inn í bókunarkerfið: „Mín Verzlanahöll“  til þess að bóka bás.

Í bókunarkerfinu velur þú leigutímabil sem hentar þér og þann bás sem þú vilt leigja og borgar fyrir hann í gegnum kortaþjónustu Korta.

Básinn sem þú velur helst frátekinn í 15 mín. frá því að þú valdir hann. Ef ekki er greitt fyrir bókunina innan þess tíma verður hún ógild og einhver annar getur bókað básinn.

Hægt er að sjá uppröðun á básunum á yfirlitsmynd í skrefi 2 “Lausir básar”. Næst smellir þú á “Bóka bás” ferð inn í “Mínar bókanir” og velur “Skoða” Hér getur þú bætt inn bankaupplýsingunum þinum, skráð söluvarninginn, sett afslátt á básinn og framlengt leigutímann ef hann er laus vikuna á eftir.

Eftir að þú hefur skráð stutta lýsingu og verð fyrir vöru þarf að smella á “Bæta við vöru” áður en þú skráir næstu vöru.
Þegar þú hefur lokið skráningu á þeim vörum sem þú ætlar að selja hjá okkur getur þú komið við í Verzlannahöllinni og sótt strikamerki. Það flýtir fyrir uppsetningu á básnum ef þú ert búin að verðmerkja vörurnar heima áður en þú mætir til okkar að setja básinn upp.

Ef þú ákveður að setja afslátt á vörurnar í kerfinu færðu afhent sérstakt spjald í afgeiðslunni sem á stendur hversu mikll afsláttur verður í básnum þínum (25%, 50% eða 75%) sem þú festir á bleika rammann með klemmu.

Verzlanahöllin útvegar þjófavarnir og er með öryggismyndavélar til þess að koma í veg fyrir þjófnað. Tekið skal fram að engin ábyrgð er tekin á vörum sem fara í sölu í Verzlanahöllinni, Viðskiptavinum stendur til boða að nota þjófavarnir á dýrari vörur en 1500 krónur og mælum við alltaf með því.

Nánari upplýsingar má finna í skilmálum.

Leigutími hefst

Þú getur sett básinn þinn upp daginn áður en leigutímabilið þitt hefst, kl.17 (klukkustund fyrir lokun) á virkum dögum eða kl. 15 (klukkustund fyrir lokun) um helgar EÐA frá kl.10 sama dag og leigutímabil þitt hefst virka daga og klukkan 11 (klukkustund fyrir opnun) um helgar.

Við prentum út strikamerki, útvegum þjófavarnir, herðatré og stærðarmerkingaperlur.

Það er einnig hægt að fá að setja dýra hluti eins og dýr veski og skartgripi í afgreiðsluborðið sem er úr gleri og því sjást vörurnar vel.

Næst hengir þú upp fatnað og fylgihluti sem þú vilt selja og það er alltaf hægt að koma og fylla á básinn á meðan leigutíma stendur.

Til að auka sölu mælum við með að básinn sé alltaf snyrtilegur , ekki of yfirfullur og deila mynd af honum á samfélagsmiðlum til að vekja athygli á því sem þú ert að selja.

Óheimilt er með öllu að stilla vörum fyrir utan básinn.

Leigu lokið

Á síðasta degi leigutímabils verður þú að fjarlægja allt úr básnum.

Básinn þarf að vera tómur í seinasta lagi einni klst. fyrir lokun þ.e. kl.17 á virkum dögum en kl.15 um helgar, síðasta dag leigutímabilsins.

Komi til þess að starfsfólk Verzlanahallarinnar þurfi að pakka niður úr básnum kostar það 4000 krónur ef það var ekki búið að láta vita fyrir kl. 12 á hádegi sama dag og hann á að vera tæmdur.

Hægt er að semja um það fyrirfram að starfsfólk sjái um að tæma básinn og þá kostar það 2.000 krónur.

Hægt er að óska eftir að starfsfólk Verzlanahallarinnar pakki niður úr básnum þínum og keyri heim til þín. Sendu tölvupóst á verzlanahollin@verzlanahollin.is sem er merktur “pökkun og heimkeyrsla” fyrir klukkan 18:00 daginn fyrir leigulok.
Þessi þjónusta kostar kr. 4.500.-

Hagnaður

Við millifærum söluhagnaðinn inn á reikninginn þinn samdægurs þegar leigutíma er lokið.

Verzlanahöllin tekur 15% í þóknun af heildarsölu.